12 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

 

12 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum líkt og undanfarin ár og hafði hann sérstaklega orð á því hve gaman væri að sjá vinnuna og metnaðinn sem nemendur leggja í myndir sínar.

Yfir 1.200 myndir bárust í keppnina frá 70 skólum um land allt og var einkar ánægjulegt að sjá nýja skóla bætast á lista yfir þátttakendur. Eftir mikið og krefjandi starf dómnefndar voru að lokum tíu verðlaunamyndir valdar og skólastjórnendum í viðkomandi skólum færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð teiknaranna og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur.

„Hugmyndaflug og litagleði einkennir myndirnar og óhætt að segja að við bíðum spennt eftir þessu verkefni á hverju ári,“ segir Guðlín Ósk Bragadóttir, bókhaldsfulltrúi og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar og bætir við að það komi dómnefnd alltaf jafn mikið á óvart hversu hæfileikaríkir krakkarnir eru. Verðlaunahafar í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024 eru:

• Emma Marie Freysdóttir – Hrafnagilsskóla
• Hjörtur Snær Sigurðsson – Njarðvíkurskóla
• Íris Ruth Helgadóttir – Flataskóla
• Ísabella Mist Valdimarsdóttir og Sara Björk Kristjánsdóttir – Síðuskóla
• Karen Ósk Sigurðardóttir – Vallaskóla
• Magnús Darri Hallgrímsson og Stefán Ellertsson – Öldutúnsskóla
• Óliver Friðriksson – Hamarsskóla
• Snædís Eva Hillers – Árbæjarskóla
• Tómas Ingi Davíðsson – Húsaskóla
• Viktor Árni Ástþórsson – Hrafnagilsskóla

Dómnefndin þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir fallegar myndir og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.
Meðfylgjandi eru myndir af dómnefndinni og vinningsmyndum ársins, en allar myndirnar er jafnframt að finna á ms.is og Facebook síðu Mjólkursamsölunnar.

Guðlín Ósk Bragadóttir, Ásmundur Einar Daðason og Steinunn Þórhallsdóttir, með verðlaunamyndirnar.
Guðlín Ósk Bragadóttir, Ásmundur Einar Daðason og Steinunn Þórhallsdóttir, með verðlaunamyndirnar.

 

Sjá allar verðlaunamyndir í teiknisamkeppni skólaársins 2023-2024

 

 

 

 

Teiknisamkeppni 4. bekkinga

 

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim þann 27. september en líkt og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi. Hér á landi markar dagurinn upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni 4. bekkinga og er óhætt að segja að hennar sé beðið með mikilli eftirvæntingu ár hvert. Samkeppnin hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara um árabil og hafa mennta- og barnamálaráðherrar tekið þátt í vali á verðlaunamyndum til margra ára og talað um mikilvægi keppna á borð við þessa fyrir skólasamfélagið.

Líkt og áður er myndefnið frjálst en má þó gjarnan tengjast íslensku sveitinni, hollustu og heilbrigði en umfram allt viljum við að börnin gefi ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni lausan tauminn svo þau fái tækifæri til að sýna það sem í þeim býr. Að jafnaði berast um 1.300 myndir í keppnina frá nemendum alls staðar af landinu og í mars 2024 verða veitt verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar. Hver mynd er verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara, bekkjarfulltrúa og/eða skólastjórnendur.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 12. janúar 2024.
Mjólkursamsalan – Teiknisamkeppni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.


Myndir sem berast í keppnina verða ekki sendar til baka að keppni lokinni en verðlaunamyndir eru skannaðar inn og sendar skólastjórnendum á rafrænu formi.

 

 

 

 

Grunnskólanemar vinna til verðlauna í teiknisamkeppni

 

Grunnskólanemar vinna til verðlauna í teiknisamkeppni

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja nú fyrir en á dögunum tók Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, þátt í vali á verðlaunamyndum í samkeppninni sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt en þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda, kennara og skólastjórnenda í áraraðir og eru allir sem hlut eiga að máli sammála um að keppnin sé bæði góð hvatning fyrir nemendur og skemmtileg leið til að brjóta upp hefðbundið skólastarf.
Rúmlega 1.200 myndir bárust í keppnina frá 60 skólum um land allt og að lokum voru tíu verðlaunamyndir valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum fengið gleðifréttirnar. Verðlaunahöfum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi, og geta nemendur þannig nýtt upphæðina til að gera sér smá dagamun í samvinnu og samráði við umsjónakennara.

Líkt og áður eru verðlaunamyndirnar eins ólíkar og þær eru margar en kýr og mjólkurfernur eru án efa vinsælustu viðfangsefni nemenda þó myndefnið sé frjálst. „Teiknisamkeppnin er án efa eitt af uppáhaldsverkefnunum okkar í MS en við bíðum spennt eftir nýjum myndum á hverju ári og eigum oft ekki til orð yfir hæfileikum og sköpunargleði krakkanna sem eru ekki nema 9 og 10 ára gamlir,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, ritstjóri vef- og samfélagsmiðla og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar.

Verðlaunahafar í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2022-2023 eru:

• Baldvin Þórir Davíðsson, Lágafellsskóla
• Daníel Númi Kjærnested, Helgafellsskóla
• Edda Bjarney Víkingsdóttir, Aþena Vigdís Sigurðardóttir og Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir, Síðuskóla
• Embla Dröfn Hákonardóttir, Salaskóla
• Guðrún María Hjaltadóttir, Freyja Karítas Finnsdóttir og Aldís Kara Arnarsdóttir, Lindaskóla
• Júlíana Rós Þorsteinsdóttir, Adríana Diljá Hólm Elísdóttir og Þórdís Embla Guðjónsdóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar
• Kamilla Elín Óttarsdóttir, Breiðagerðisskóla
• Katla María Kale og Dröfn Hilmarsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja
• Lísa Zhu Lyu, Flataskóla
• Viktoría Dalitso Þráinsdóttir, Árbæjarskóla

Dómnefndin þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir fallegar myndir og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.
Meðfylgjandi eru myndir af dómnefndinni og vinningsmyndum ársins, en allar myndirnar er jafnframt að finna á ms.is og Facebook síðu Mjólkursamsölunnar

 

Gréta Björg Jakobsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Steinunn Þórhallsdóttir, með verðlaunamyndirnar.
Gréta Björg Jakobsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Steinunn Þórhallsdóttir, með verðlaunamyndirnar.

 

Sjá allar verðlaunamyndir í teiknisamkeppni skólaársins 2022-2023

 

 

 

 

Teiknisamkeppni 4. bekkinga 2022-2023

 

Teiknisamkeppni 4. bekkinga 2022-2023

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er hátíðlegur víða um heim þann 28. september og hér á landi markar dagurinn upphaf árlegrar teiknisamkeppni þar sem öllum 4. bekkingum stendur til boða að taka þátt. Samkeppnin hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara um árabil, en menntamálaráðherrar hafa í gegnum tíðina talað um mikilvægi keppninnar og tekið þátt í vali á verðlaunamyndunum undanfarin ár. Líkt og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi.

Myndefnið er frjálst en má þó gjarnan tengjast íslensku sveitinni, hollustu og heilbrigði eða hverju því sem nemendum dettur í hug. Við hvetjum nemendur til að taka þátt í skemmtilegri keppni og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín en veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóði viðkomandi.

1.300 myndir bárust í keppnina á síðasta skólaári frá 51 skóla víðsvegar um landið og verður spennandi að sjá hvort fleiri nemendur taki þátt í ár en þátttökumetið er 2.000 myndir.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 10. janúar 2023 og merkja: Mjólkursamsalan – Teiknisamkeppni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

Myndir sem berast í keppnina verða ekki sendar til baka að keppni lokinni en verðlaunamyndir eru skannaðar inn og sendar skólastjórnendum á rafrænu formi.
Með von um góðar undirtektir,
Dómnefnd teiknisamkeppninnar

 

 

 

 

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja fyrir

 

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja fyrir

Nú liggja þau loksins fyrir, úrslitin í teiknisamkeppni 4. bekkinga fyrir skólaárið 2021-2022 en um er að ræða árlega teiknisamkeppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í vali á verðlaunamyndunum og þótti honum mikið til myndanna koma og átti vart til orð yfir hæfileikum og hugmyndaflugi nemendanna.

Rétt tæplega 1.300 myndir bárust í keppnina að þessu sinni frá 51 skóla víðsvegar um landið og er óhætt að segja að úrslitanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda til mikils að vinna fyrir nemendur. Tíu myndir hafa nú verið valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færðar gleðifréttirnar. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur.

Verðlaunamyndirnar í ár eru eins ólíkar og þær eru margar en eiga það sameiginlegt að á þeim öllum má sjá kú eða vísun í kýr, en kýr og mjólkurfernur eru án efa vinsælustu viðfangsefni nemenda þó myndefnið sé frjálst. „Ein verðlaunamyndin að þessu sinni er frá nemendum í Reykholtsskóla sem lærðu um norræna goðafræði í myndmennt í haust. Nemendur gerðu í sameiningu fallega myndskreytingu í formi klippiverks þar sem sjá má Auðhumlu gefa Ými mjólk úr fjórum spenum og með þeim á myndinni er Búri, sonur Auðhumlu,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, ritstjóri vef- og samfélagsmiðla MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar.

Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið 2021-2022 eru:
• Aleta Von M. Ríkarðsdóttir, Eyja Dröfn Svölu Pétursdóttir og Svandís Svava Halldórsdóttir, Grunnskólanum Borgarnesi
• Dís Júlíusdóttir, Grunnskóla Vestmanneyja
• Einar Máni Þrastarson, Síðuskóla
• Filip Adrian Gaciarski, Hólabrekkuskóla
• Hrafnkell Darri Steinsson, Grunnskóla Vestmanneyja
• Kristófer Davíð Georgsson, Fellaskóla
• Nemendur í 4. bekk í Reykholtsskóla
• Rakel Líf Einarsdóttir, Sæmundarskóla
• Sigurbjörn Árni Guðmundsson, Hrafnagilsskóla
• Viktor Hákonarson, Árbæjarskóla

Dómnefndin þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Meðfylgjandi er mynd af dómnefndinni og vinningsmyndum ársins en allar myndir verða jafnframt birtar á vef verkefnisins skolamjolk.is og á Facebook-síðu Mjólkursamsölunnar.

Steinunn Þórhallsdóttir, Guðlín Ósk Bragadóttir, Gréta Björg Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason með verðlaunamyndirnar.
Steinunn Þórhallsdóttir, Guðlín Ósk Bragadóttir, Gréta Björg Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason með verðlaunamyndirnar.

Sjá allar verðlaunamyndir í teiknisamkeppni skólaársins 2021-2022

 

 

 

 

Teiknisamkeppni 4. bekkinga 2021-2022

 

Teiknisamkeppni 4. bekkinga 2021-2022

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er hátíðlegur víða um heim þann 29. september. Líkt og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og hér á landi markar dagurinn upphaf árlegrar teiknisamkeppni þar sem öllum 4. bekkingum stendur til boða að taka þátt. Samkeppnin hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir, en menntamálaráðherrar hafa í gegnum tíðina talað um mikilvægi keppninnar og tekið þátt í vali á verðlaunamyndunum undanfarin ár.

Myndefni nemenda er frjálst en má þó gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði en umfram allt viljum við gefa ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni lausan tauminn svo krakkarnir fái að sýna það sem í þeim býr. Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóði viðkomandi.

Að jafnaði berast um 1.200 myndir í keppnina frá nemendum alls staðar af landinu en í fyrra var slegið þátttökumet þegar tæplega 2.000 myndir voru sendar inn og verður gaman að sjá hvort einhver met falli í ár.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 7. janúar 2022 og merkja: Mjólkursamsalan – Teiknisamkeppni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

Myndir sem berast í keppnina verða ekki sendar til baka að keppni lokinni en verðlaunamyndir eru skannaðar inn og sendar skólastjórnendum á rafrænu formi.


Með von um góðar undirtektir,
Dómnefnd teiknisamkeppninnar

 

 

 

 

Þátttökumet slegið í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema

 

Þátttökumet slegið í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema
Myndmenntarkennsla blómstrar og mikill spenningur meðal 4. bekkinga

Loksins, loksins liggja þau fyrir – úrslitin í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem beðið hefur verið eftir. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert en mikill spenningur hefur verið meðal nemenda undanfarnar vikur enda úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu. Líkt og undanfarin ár naut dómnefnd liðsinnis mennta- og menningarmálaráðherra en Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum fjórða árið í röð. Að sögn Lilju Daggar báru myndirnar vott um öflugt og faglegt myndmenntarstarf í skólum landsins og hrósaði hún bæði nemendum og kennurum fyrir að leggja svona hart að sér og senda einstaklega fjölbreyttar og fallegar myndir í keppnina.

Tæplega 2.000 myndir bárust í keppnina í ár frá 89 skólum og ljóst að öll fyrri þátttökumet hafa verið slegin en að jafnaði hafa innsendar myndir verið um 1.000-1.500 talsins. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur.

„Myndefnið er frjálst en ákveðin hefð hefur skapast í gegnum árin og óhætt að segja að kýr, íslenska sveitin og mjólkurfernur og séu vinsælustu viðfangsefnin hjá nemendum,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar. „Í ár er ein verðlaunamyndin innblásin af verknum listamannsins Andy Warhols, sem nemendur höfðu lært um, og einstaklega gaman að sjá hvernig stíllinn hans blandast saman við hugmyndir teiknaranna.“

Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið
2020-2021
eru:

Áróra Nielsen, Breiðagerðisskóla
Ellen Amina Ingadóttir, Fellaskóla Reykjavík
Hekla María Þórhallsdóttir, Vatnsendaskóla
Helena Emma Árnadóttir
og Leanne Yslah G. Leósdóttir, Ísaksskóla
Kolbrún París Kristjánsdóttir, Sæmundarskóla
Milena Mihaela Patru, Grunnskóla Vestmannaeyja
Mía Bjarný Haraldsdóttir
og Hlín Huginsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja
Óskar Gunnar Styrmisson, Mýrarhúsaskóla
Unnur Amalía Sverrisdóttir, Fossvogsskóla
Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Álfhólsskóla

Áróra Nielsen, Breiðagerðisskóla Ellen Amina Ingadóttir, Fellaskóla Reykjavík Hekla María Þórhallsdóttir, Vatnsendaskóla Helena Emma Árnadóttir og Leanne Yslah G. Leósdóttir, Ísaksskóla
Kolbrún París Kristjánsdóttir, Sæmundarskóla Mía Bjarný Haraldsdóttir og Hlín Huginsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja Milena Mihaela Patru, Grunnskóla Vestm.eyja Óskar Gunnar Styrmisson, Mýrarhúsaskóla
Unnur Amalía Sverrisdóttir, Fossvogsskóla Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Álfhólsskóla

 

Dómnefndin þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Meðfylgjandi er mynd af dómnefndinni og vinningsmyndum ársins.

Steinunn Þórhallsdóttir, Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar
Steinunn Þórhallsdóttir, Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar.

 

 

Skólamjólkurdagurinn er á morgun 30. september og markar hann upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni 4. bekkinga.

 

Skólamjólkurdagurinn er á morgun 30. september og markar hann upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni 4. bekkinga.

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er árviss viðburður sem að þessu sinni verður haldinn hátíðlegur þann 30. september. Eins og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi. Á Íslandi markar dagurinn upphaf árlegrar teiknisamkeppni, sem notið hefur mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir, en menntamálaráðherra hefur enn fremur talað um mikilvægi slíkra samkeppna og tekið þátt í vali á verðlaunamyndunum undanfarin ár.

Myndefnið er frjálst en má þó gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði. Að jafnaði berast um 1.200 myndir í keppnina frá nemendum alls staðar af landinu og verkefni dómnefndar því ærið. Veitt eru verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð viðkomandi.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 20. desember 2020 og merkja: Mjólkursamsalan – Teiknisamkeppni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

Myndir sem berast í keppnina verða ekki sendar til baka að keppni lokinni en verðlaunamyndir eru skannaðar inn og sendar skólastjórnendum á rafrænu formi.

Með von um góðar undirtektir,
Dómnefnd teiknisamkeppninnar


10 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

 

10 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum og var einstaklega stolt af sköpunarkrafti og hugmyndaflugi nemendanna og sagði keppni sem þessa vera mikilvæga og hvetjandi fyrir bæði nemendur og kennara.

Metþátttaka var í keppninni þetta skólaárið en rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur.

„Myndefnið í keppninni er sem fyrr frjálst en má gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði og er óhætt að segja að kýr og mjólkurfernur séu vinsælustu viðfangsefnin,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar. „Hugmyndirnar eru óþrjótandi og hæfileikarnir með ólíkindum hjá 9 og 10 ára nemendum sem leggja margir hverjir gríðarlegan metnað í myndirnar sínar og eru núna að uppskera.“

Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið 2019-2020 eru:

Akvelina Darta Bruvere, Hrafnagilsskóla
Álfrún Lóa Jónsdóttir, Hamraskóla
Hanna Katrín Magnúsdóttir, Melaskóla
Jón Emil Christophsson, Öxarfjarðarskóla
Katrín Kristinsdóttir, Fellaskóla Reykjavík
Katrín Líf Sigurðardóttir, Setbergsskóla
Natalía Björk Kowalska, Árbæjarskóla
Steinunn Ingvadóttir, Melaskóla
Telma Lind Hákonardóttir, Holtaskóla
Ugne Skyriute, Fellaskóla Reykjavík

 

Verðlaunamyndir í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2019-2020

Akvelina Darta Bruvere, Hrafnagilsskóla Álfrún Lóa Jónsdóttir, Hamraskóla Hanna Katrín Magnúsdóttir, Melaskóla Jón Emil Chrstophsson, Öxarfjarðarskóla
Katrín Kristinsdóttir, Fellaskóla Reykjavík Katrín Líf Sigurðardóttir, Setbergsskóla Natalía Björk Kowalska, Árbæjarskóla Steinunn Ingvadóttir, Melaskóla
Telma Lind Hákonardóttir, Holtaskóla Ugne Skyriute, Fellaskóla Reykjavík

 

Dómnefndin þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Meðfylgjandi er mynd af dómnefndinni með vinningsmyndir skólaársins 2019-2020.

Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir
Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar tíu.





Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim í tuttugasta sinn þann 25. september næstkomandi. Eins og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi markar dagurinn upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni, en öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt. Þessi skemmtilega keppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir og hefur þátttakan í keppninni verið einstaklega góð. Að jafnaði berast um 1.200 myndir í keppnina frá nemendum alls staðar af landinu og verkefni dómnefndar því ærið.

Myndefnið er frjálst en má þó gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði. Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóði viðkomandi.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 20. desember 2019 til Guðríðar Halldórsdóttur, Mjólkursamsölunni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Myndir sem berast í keppnina verða ekki sendar til baka að keppni lokinni.

Láttu ljós þitt skína og taktu þátt – það er til mikils að vinna fyrir bekkinn þinn!

 

 

 

 

12 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók á dögunum þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár bæði meðal grunnskólanema og skólastjórnenda og úrslitanna alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu. Að mati Lilju skipta keppnir á borð við þessa miklu máli fyrir skólastarfið, þær hvetja nemendur í að leggja sig fram, brjóta upp hefðbundið skólastarf og efla liðsandann.

Líkt og undanfarin ár var þátttakan í keppninni einstaklega góð en rúmlega 1.400 myndir bárust frá 70 skólum alls staðar að af landinu. Tólf myndir frá tíu skólum voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum fengið gleðifréttirnar. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi. Nemendur viðkomandi bekkjar eða árgangs geta svo nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag og efla liðsheild í samvinnu og samráði við umsjónarkennara.

„Myndefni keppninnar er alltaf frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hreyfingu og heilbrigði og er virkilega gaman að sjá hvernig nemendur útfæra hugmyndir sínar á ólíkan hátt. Vinsælast er að teikna kýr í öllum mögulegum útfærslum, en jafnframt sjáum við margar teikningar með mjólkurfernum og flutningabílum,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar.

Verðlaunahafar í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2018-2019 eru:
Árni Ragnar Oddsson, Gerðaskóli, Garði
Bjartey Ósk Sæþórsdóttir, Grunnskóli Vestmannaeyja, Hamarsskóli
Bæring Breiðfjörð Magnússon, Grunnskólinn Stykkishólmi
Hannibal Máni Kristínarson Guðmundsson, Árbæjarskóli, Reykjavík
Hrund Helgadóttir, Myllubakkaskóli, Reykjanesbæ
Ingibjörg Magnúsdóttir, Lækjarskóli, Hafnarfirði
Keara Ísabel Bayawa, Fellaskóli, Reykjavík
Laufey Rökkvadóttir, Snælandsskóli, Kópavogi
Milana Navickaite, Fellaskóli, Reykjavík
Sigrún Eva Arnarsdóttir, Breiðholtsskóli, Reykjavík
Thelma Kristín Kristinsdóttir, Gerðaskóli, Garði
Tristan Ásgeir Símonarson, Varmárskóli, Mosfellsbæ

Árni Ragnar Oddsson, Gerðaskóli, Garði Bæring Breiðfjörð Magnússon, Grunnskólinn Stykkishólmi Bjartey Ósk Sæþórsdóttir, Grunnskóli Vestmannaeyja, Hamarsskóli Hannibal Máni Kristínarson Guðmundsson, Árbæjarskóli, Reykjavík
Hrund Helgadóttir, Myllubakkaskóli, Reykjanesbæ Ingibjörg Magnusdóttir, Lækjarskóli Hafnarfirði Keara Ísabel Bayawa, Fellaskóli Reykjavík Laufey Rökkvadóttir, Snælandsskóli Kópavogi
Milana Navickaite, Fellaskóli Reykjavík Sigrún Eva Arnarsdóttir, Breiðholtsskóli Reykjavík Thelma Kristín Kristinsdóttir, Gerðaskóli, Garði Tristan Ásgeir Símonarson, Varmárskóli Mosfellsbæ


Dómnefndin þakkar nemendum 4. bekkjar kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Meðfylgjandi eru myndir af dómnefndinni að störfum og þær myndir sem hlutu verðlaun í ár, en allar myndirnar verða jafnframt aðgengilegar á ms.is, skolamjolk.is og Fésbókarsíðu Mjólkursamsölunnar.





Dómnefnd skipuð fulltrúum MS og mennta- og menningarmálaráðherra með tíu af tólf verðlaunamyndum í ár. Frá vinstri, Steinunn Þórhallsdóttir, Ásgerður Höskuldsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir.


Verðlaunamyndir í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2018-2019


 

 

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim í nítjánda sinn þann 26. september næstkomandi. Eins og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”. Öllum leik- og grunnskólum er boðið upp á mjólk í tilefni dagsins og vill MS með því vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna.

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn markar jafnframt upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni, en öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt. Þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir og hefur þátttakan í keppninni verið einstaklega góð.

Við hvetjum alla í 4. bekk til að taka þátt í teiknisamkeppninni og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Myndefnið er frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði. Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóði þeirra.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 21. desember 2018 til Guðríðar Halldórsdóttur, Mjólkursamsölunni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

Láttu ljós þitt skína og taktu þátt – það er til mikils að vinna fyrir bekkinn þinn!

 

 

 

 

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskólanna
Á dögunum tók Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda til margra ára meðal grunnskólanemenda, kennara og skólastjórnenda og tók Lilja það sérstaklega fram þegar vinningsmyndirnar voru valdar að allar svona keppnir innan skólanna skiptu miklu máli fyrir skólastarfið og væru góð hvatning fyrir nemendur. Að auki væri þetta skemmtileg leið til að brjóta upp hefðbundið skólastarf.

Þátttakan í keppninni var sérstaklega góð að þessu sinni en rúmlega 1.400 myndir bárust frá 60 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og er óhætt að segja að fréttirnar hafi vakið mikla lukku þegar skólastjórnendum voru færð tíðindin. Verðlaunahöfum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi, og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag og efla liðsheild í samvinnu og samráði við umsjónakennara.

„Myndefnið í keppninni er frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði og er virkilega gaman að sjá þá miklu hugmyndaauðgi sem nemendurnir búa yfir. Nemendurnir eru í 4. bekk og því ekki nema 9 og 10 ára gamlir og frábært að sjá hversu hæfileikaríkir þeir eru og hve mikinn metnað margir leggja í myndirnar sínar,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar.

Ágúst Bragi Daðason, Fellaskóla í Fellabæ
Ástþór Hafdísarson, Grunnskóla Vestmannaeyja
Eva Natalía Tosti, Kelduskóla Reykjavík
Helgi Bjarnason, Álfhólsskóla Kópavogi
Herdís Kristjánsdóttir, Melaskóla Reykjavík
Jakub Stypulkowski, Grunnskólanum í Sandgerði
Mia Ðuric, Fellaskóla Reykjavík
Sara Dögg Sindradóttir, Hrafnagilsskala
Sveinar Birnir Sigurðsson, Síðuskóla Akureyri
Valgerður Amelía Reynaldsdóttir, Gerðaskóla Garði

Dómnefndin þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.


Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra


Dómnefnd og verðlaunamyndir í teiknisamkeppninni skólaárið 2017-2018
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Gréta Björg Jakobsdóttir og Ásgerður Höskuldsdóttir, fulltrúar MS í dómnefnd.

Verðlaunamyndir í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2017-2018

 

 

 

 

 

Úrslit í teiknisamkeppni tilkynnt í lok febrúar
Nú styttist óðum í úrslit teiknisamkeppni 4. bekkinga en nú liggur fyrir að þau verða tilkynnt í viku 9, eða 26. feb.-2. mars. Dómnefnd á fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra föstudaginn 23. febrúar og mun hún aðstoða dómnefndina við valið á þeim 10 myndum sem hljóta verðlaun í ár. Yfir 1300 myndir bárust í keppnina og verður gaman að sjá hvaða nemendur og skólar vinna til verðlauna að þessu sinni.

 

 

 

 

 

18. alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim þann 27. september næstkomandi. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”.

 

Eins og undanfarin ár verður, í tengslum við Skólamjólkurdaginn, hleypt af stokkunum teiknisamkeppni sem öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í. Þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda í áraraðir og hefur þátttakan í keppninni verið einstaklega góð.

 

Við hvetjum alla í 4. bekk til að taka þátt í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Myndefnið er frjálst en má gjarnan tengjast hollustu mjólkur og heilbrigðum lífsstíl. Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar. Verðlaunin fyrir hverja mynd eru 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð verðlaunahafanna.

 

Leyfið hæfileikum ykkar að njóta sín – það er til mikils að vinna fyrir bekkinn!

 

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 20. desember 2017 til Guðríðar Halldórsdóttur, Mjólkursamsölunni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

 

 

Úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2016-2017
 

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, tilkynnti á dögunum úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert en hún hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár bæði meðal grunnskólanemenda og skólastjórnenda. Þátttakan í keppninni var einstaklega góð rétt eins og undanfarin ár en rúmlega 1.300 myndir bárust frá 70 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi, og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild.
 

„Eins og áður er markmið keppninnar að vekja athygli á hollustu mjólkur og því hve stóran þátt hún á í mataræði barna en mjólkin er einstaklega næringarrík og inniheldur kalk, steinefni, prótein og ýmis vítamín,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar. „Myndefnið er frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði og er virkilega gaman að sjá hvernig nemendur útfæra hugmyndir sínar á ólíkan hátt. Kýr eru alltaf vinsælt myndefni, sem og fernurnar sjálfar og flutningabílarnir, en í ár sáum við líka skemmtilega útfærslu á því hvernig mjólkurvöruumbúðir voru nýttar til að skapa eitthvað nýtt eins og vita og árabát,“ bætir Gréta við. „Hugmyndirnar virðast vera endalausar og kemur það alltaf jafn mikið á óvart hve hæfileikaríkir nemendurnir eru, sem eru eins og áður sagði í 4. bekk og því ekki nema 9 og 10 ára gamlir.“
 

Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið 2016-2017 eru:
Axel Máni Allen, Síðuskóla
Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, Hraunvallaskóla
Hera Arnardóttir, Ártúnsskóla
Iðunn Ólöf Berndsen, Austurbæjarskóla
Katla Dögg Kristinsdóttir, Fellaskóla
Kolbrún Rut Veigarsdóttir, Vættaskóla Borgum
Kringa Viktoría Jarosz, Grunnskólanum í Sandgerði
Kristín Hallbera Þórhallsdóttir, Breiðagerðisskóla
Laufey Arnberg Óðinsdóttir, Grunnskólanum í Sandgerði
Sunna Björk Kolbeinsdóttir, Húsaskóla

 

Mjólkursamsalan þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.
Meðfylgjandi eru myndir dómnefndinni að störfum og vinningsmyndum ársins, en þær er jafnframt að finna á vef verkefnisins skolamjolk.is og er þar jafnframt hægt að skoða vinningsmyndir liðinna ára.

 

Dómnefnd og verðlaunamyndir
Frá vinstri: Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og formaður dómnefndar, Gréta Björg Jakobsdóttir, Anna Margrét Steinarsdóttir og Steinunn Þórhallsdóttir, fulltrúar MS í dómnefnd

 

Dómnefnd og verðlaunamyndir
Frá vinstri: Steinunn Þórhallsdóttir, Anna Margrét Steinarsdóttir, Kristján Þór Júlíusson og Gréta Björg Jakobsdóttir

 

Verðlaunamyndir í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2016-2017

 

 

 

 

Úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2015-2016

Nú á dögunum réðust úrslit í teiknisamkeppni fjórðu bekkinga sem haldin er árlega í grunnskólum landsins og beðið með mikilli eftirvæntingu meðal margra nemenda. Það var menntamálaráðherra og formaður dómnefndar, Illugi Gunnarsson, sem tilkynnti úrslitin í menntamálaráðuneytinu. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn, sem er í september ár hvert, og var hann haldinn hátíðlegur í sextánda skipti síðastliðið haust. „Sem fyrr er markmið keppninnar að vekja athygli á mikilvægi og hollustu mjólkur sem og hversu stóran þátt hún á í daglegu mataræði barna en mjólkin er eitt næringarríkasta einstaka matvæli sem völ er á,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS. Það er að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem skólamjólkurdagurinn er haldinn og eru verðlaunateikningarnar barnanna notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna hans í framhaldinu, en slíkt vekur bæði stolt og lukku meðal nemendanna.
 

Í framhaldi af skólamjólkurdeginum hófst teiknisamkeppnin og höfðu nemendurnir góðan tíma til að vinna að myndunum og nutu til þess leiðsagnar frá kennurum sínum. „Það kemur okkur alltaf jafn skemmtilega á óvart þegar myndirnar byrja að streyma í hús frá öllum landshlutum og í ár bárust rétt tæplega 1.300 myndir í samkeppnina frá 71 grunnskóla en það er um 300 myndum meira en árið áður,“ segir Guðný. Það var því vandasamt verk sem beið dómnefndar og voru allir á einu máli að myndirnar í ár voru einstaklega fallegar og vel unnar. „Myndirnar voru frumlegar og einkenndust af hugmyndaflugi, húmor og sannkallaðri litagleði,“ segir Guðný. Að lokum eru tíu nemendum veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi.


Vinningshafarnir í teiknisamkeppninni 2015 eru:

Aníta Karen Rafaelsdóttir, Fossvogsskóla

Ásdís Eva Andersdóttir, Salaskóla

Henrý Jarl Hlynsson, Vættaskóla-Borgum

Hrefna Lind Óladóttir Tran, Lágafellsskóla

Klara Þorbjörg Einarsdóttir, Salaskóla

Martyna Sandra Stefanko, Fellaskóla

Pétur Baldvin Einarsson, Háaleitisskóla-Hvassaleiti

Skarphéðinn Guðjónsson, Breiðagerðisskóla

Tanja Ýr Erlendsdóttir, Lágafellsskóla

Þórhildur Þorsteinsdóttir, Hlíðaskóla

 

Mjólkursamsalan þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

 


Dómnefnd að störfum: Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og fulltrúar frá MS; Gréta Björg Jakobsdóttir, Erna Erlendsdóttir og Guðmundur Ingi Guðmundsson.

 

Allar vinningsmyndirnar má sjá með því að smella hér.

 
 

Fjölmargar teikningar bárust í teiknisamkeppni 4. bekkinga

Teiknisamkeppni 4. bekkinga stóð yfir frá september til loka síðasta árs og bárust tæplega 1.300 myndir frá 71 skóla. Um þessar mundir stendur dómnefndin í ströngu að velja úr skemmtilegum, litríkum og fallegum myndum og að lokum verða 10 myndir valdar og verðlaunaðar sérstaklega með peningagjöf og viðurkenningarskjali. Peningurinn mun renna í bekkjarsjóði vinningshafa þannig að börn í viðkomandi bekk geta gert sér einhvern dagamun saman.
Vonir standa til að kynna úrslit í keppninni í byrjun febrúar og verður haft samband við vinningshafa og úrslit kynnt sérstaklega hér á vef Skólamjólkur sem og á ms.is.
Hér að neðan má sjá þrjár af þeim tíu myndum sem unnu til verðlauna í keppninni 2014.





 

Fimmtándi alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 2014

Á dögunum réðust úrslit í árlegri teiknisamkeppni fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins en það var menntamálaráðherra og formaður dómnefndar, Illugi Gunnarsson, sem tilkynnti úrslitin. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjókurdaginn, sem er í september ár hvert, og var það í fimmtánda skipti sem dagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðið haust. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS er markmið keppninnar að vekja athygli á mikilvægi mjólkur og hollustu hennar í daglegu mataræði barna og það hefur sýnt sig að neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum. Það er að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem skólamjólkurdagurinn er haldinn og eru verðlaunateikningarnar notar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna hans í framhaldinu, en slíkt vekur bæði stolt og lukku meðal nemendanna.

Í framhaldi af skólamjólkurdeginum hófst teiknisamkeppnin og höfðu nemendurnir góðan tíma til að vinna að myndunum og nutu til þess leiðsagnar frá kennurum sínum. „Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina og hugmyndarflug, sköpunargáfa og litagleði var ótæmandi hjá börnunum. Alls bárust tæplega eitt þúsund myndir í keppnina frá 43 grunnskólum á landinu svo það var mikið og vandasamt verk sem beið dómnefndarinnar,“ segir Guðný. Að lokum eru tíu nemendum veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og fær hver verðlaunahafi 25.000 kr sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi.


Vinningshafarnir í teiknisamkeppninni 2014 eru:

Arion Aron Veselaj – Fellaskóla, Reykjavík
Ella Rose T. Patambag – Fellaskóla, Reykjavík
Ragnhildur Guðmundsdóttir – Flataskóla, Garðabæ
Anna Nguyen Ngoc Ha – Fossvogsskóla, Reykjavík
Sindri Sigurðarson – Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit       
Auður Dís Kristjánsdóttir – Húsaskóla, Reykjavík
Heiða María Hannesdóttir – Lágafellsskóla, Reykjavík
Markús Birgisson – Lindaskóla, Kópavogi
Saule Viktoría Tyscenko – Snælandsskóla, Kópavogi
Markús Heiðar Ingason – Víðistaðaskóla við Engidal, Hafnarfirði

Mjólkursamsalan þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

 




Myndatexti:
 Dómnefndin; f.v. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Guðríður Halldórsdóttir fulltrúi frá MS, Guðný Steinsdóttir fulltrúi frá MS og Gréta Björg Jakobsdóttir fulltrúi frá MS.
                                    




                                          Fjórtándi alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 2013

Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4.bekk grunnskólanna




Úrslit í teiknisamkeppni fjórðu bekkjar!  

Formaður dómnefndar í teiknisamkeppni grunnskólanna, Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tilkynnti nýverið, úrslit í samkeppninni sem hófst sl. haust í tengslum við fjórtánda Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Teiknisamkeppnin er opin öllum nemendum í fjórða bekk en Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir keppninni. Alls tóku rúmlega 1000 nemendur frá yfir 40 skólum þátt í henni.
Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. 
Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir þrettán teikningar frá 10 skólum en að þeim stóðu sextán nemendur. Viðurkenningar voru veittar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagðar voru fyrir menntamálaráðherra. Verðlaunahafarnir koma úr skólum víðsvegar um landið. Verðlaun í teiknisamkeppninni eru 25 þúsund krónur sem fara í bekkjarsjóð viðkomandi nemenda og því allur bekkurinn sem fær að njóta og gera eitthvað skemmtilegt saman.  
Þess má geta að Fellaskóli hefur haft nokkra sérstöðu í Teiknisamkeppnni liðinna ára en margar mjög góðar og skemmtilegar myndir hafa borist frá skólanum og hafa þeir unnið til verðlauna alls 7 sinnum. Fast á hæla Fellaskóla koma Húsaskóli, Hrafnagilsskóli og Síðuskóli sem hafa unnið alls 5 sinnum hver skóli. 
Haft hefur verið samband við alla vinningshafa en þeir voru eftirfarandi:
 

María Elísa Malmquist Aradóttir
4 bekk
Breiðagerðisskóli
Mikolaj Edward Biegum
4 HI
Fellaskóli
Lena Rut Maetin
4 HI
Fellaskóli
Dagur Friðriksson
4 RG
Flataskóli
Hanna Margrét Pétursdóttir 
4 IRB
Háteigsskóli
Ingunn Marta Þorsteinsdóttir og Elmar Breki Baldursson , 
4 KO
Hlíðaskóli
Benedikt Jens Magnússon
4 ÁSÞ
Hlíðaskóli
Heiðmar Örn Sigmarsson
4 bekk
Hrafnagilsskóli
Karl Ísak Birgisson
4 F
Húsaskóli
Ásta María Armesto Nuevo, Heba Sól Stefánsdóttir og Gréta Vordís Alvarsdóttir
4 Þ
Kópavogsskóli
B. Írena Sunna Björnsdóttir,
4 TS
Síðuskóli
Ylfa Dröfn Pétursdóttir,
4 EBJ
Síðuskóli
Katrín Lind Kristjánsdóttir
4 HS
Ölduselsskól

 
 
Til sýnis á vefnum
Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar eru aðgengilegar á vefslóðinni www.skolamjolk.is
 
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um verðlaunin og Alþjóðalegan skólamjólkurdag FAO veitir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í síma 860 2282 og Baldur Jónsson verkefnastjóri 892 4913.
 


Myndatexti:
 Dómnefndin; f.v. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra,Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, Guðríður Halldórsdóttir fulltrúi frá MS, Baldur Jónsson frá Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins.
Tvær af vinningsmyndunum í ár má sjá hér að neðan, allar vinningsmyndirnar má nálgast með því að smella á tengilinn: Vinningsmyndir 2013

 



Þrettándi alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 2012

Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4.bekk grunnskólanna

Formaður dómnefndar í teiknisamkeppni grunnskólanna, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni, úrslit í samkeppninni sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðalega skólamjólkurdaginn. Teiknisamkeppnin er opin öllum nemendum í fjórða bekk en Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir keppninni. Alls tóku rétt tæplega 1000 nemendur í 46 skólum þátt í keppninni.  
Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Tíu teikningar voru verðlaunaðar og koma verðlaunahafarnir úr skólum víðsvegar um landið. Verðlaun í teiknisamkeppninni eru 20 þúsund krónur sem fara í bekkjarsjóð viðkomandi nemenda og því allur bekkurinn sem fær að njóta.
Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. 
Haft hefur verið samband við alla vinningshafa en þeir voru eftirfarandi:
 
Jenný Ólöf Guðbrandsdóttir
4. E.J
Ártúnsskóla
Reykjavík
Austéja Stasinskaite
4 Þ.Ó
Fellaskóla
Reykjavík
Sara Montero
41
Húsaskóla
Reykjavík
María Mínerva Atladóttir
4.B
Vesturbæjarskóli
Reykjavík
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4. PR
Lindaskóla
Kópavogi
Kolbrún Tinna Hauksdóttir
4. Hófsóley
Vatnsendaskóli
Kópavogi
Manúel Breki Geirsson
4 G.G
Hofstaðaskóla
Garðabæ
Vikingur Leon Þórðarson
4 bekkur
Blönduskóla
Blönduósi
Ásgrímur Þór Ásgeirsson
4 bekkur
Brúarásskóla
Egilsstöðum
Íris Ósk Mikaelsdóttir
4 bekkur
Egilsstaðaskóla
Egilsstöðum

 

Á myndinni að neðan má sjá dómnefndina að störfum



Tólfti Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 2011
 
Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskólanna

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti nýlega, úrslit í teiknisamkeppni sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðalega skólamjólkurdaginn. Hann er haldinn hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert og var Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 2011 sá tólfti sem haldinn hefur verið.
Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina sem Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, var þátttakan í keppninni nú svipuð og undanfarin ár og bárust ríflega 1100 teikningar frá 60 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar.
 
Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.
 
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer í september ár hvert.
 
Vinningshafarnir:
Aðalheiður Agnes Hermannsdóttir 4.HVÞ – Nesskóla
Arngrímur Ottósson og Daníel Dacuda 4.N. – Laugarnesskóla
Ívan Kumar Bonifacius – Fossvogsskóla
Nikulás Nói Bjarnason – Brekkuskóla
Álfrún Tinna Guðnadóttir - 4.RLJ – Breiðagerðisskóla
Ísafold Kristín Halldórsdóttir – Landkotsskóla
Selma María Jónsdóttir – Selásskóla
Ásta Katrín Ágústsdóttir – 4.RLJ - Breiðagerðisskóla
Árney Ólöf Arnardóttir – Brúarásskóla
Bjarki Guðmundsson, 4. AÞ – Borgaskóla
 
 
Til sýnis á vefnum
Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar er að finna undir tenglinum myndir hér á síðunni, einnig er hægt að smella hér

  
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um verðlaunin og Alþjóðalegan skólamjólkurdag FAO veitir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í síma 860 - 2282.
 
http://www.ms.is/resources/rss.aspx
 
 

Myndatexti:
Mynd 1 (2825): F.v. Guðríður Halldórsdóttir fulltrúi frá MS, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Baldur Jónsson frá Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins , Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.

Ellefti Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 2010
 
Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskólanna
 
Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti fyrir skömmu úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins, sem haldinn er hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert. Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina sem Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, var þátttakan í keppninni nú svipuð og undanfarin ár og bárust um 1300 teikningar frá 60 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar.
 
Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.
 
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer í september ár hvert.
 
Vinningshafarnir:
Sólveig Blær BjörnsdóttirAusturbæjarskóla; Þórunn Elísa ÞórisdóttirHvassaleitisskóla;Vladislav KrasovskyFellaskóla;Hilmar AlbertssonHúsaskóla; Logi GunnarssonSmáraskóla; Hildur Björg JónsdóttirHofstaðaskóla; Kristinn Ingi KristjánssonGerðaskóla; Sigmar Marijón FriðrikssonGerðaskóla; Álfheiður Agla OddbjörnsdóttirGrunnskóla Fjallabyggðar;Þorbjörg Una HafsteinsdóttirGlerárskóla.
 
Til sýnis á vefnum
Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar verða senn aðgengilegar á vefslóðinni http://www.skolamjolk.is/Myndir/125/138/1/default.aspx.
 
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um verðlaunin og Alþjóðalegan skólamjólkurdag FAO veitir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í síma 860 - 2282.
 
 
Mynd: F.v. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, Baldur Jónsson frá Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins og Guðríður Halldórsdóttir fulltrúi frá MS.

Úrslit teiknisamkeppninnar 2009
Tíundi Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 

Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskólanna 2009

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti fyrir skömmu úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins, sem haldinn er hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert. Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina, sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, var meiri þátttaka í keppninni nú en undanfarin ár og bárust 1300 teikningar frá 74 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt er fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer í september ár hvert.

Vinningshafarnir:
Auður Mist Halldórsdóttir Vesturbæjarskóla; Logi Árnason Vogaskóla; Bjarki Þór Hermannsson, Ölduselsskóla; Camilla Anna Patriarca, Fellaskóla;
Iðunn Gigja Kristjánsdóttir, Háteigsskóla; Kamilla Mist Gísladóttir, Húsaskóla; Arna Valdís Björgvinsdóttir, Snælandsskóla; Æsa Katrín Sigmundsdóttir, Brúarásskóla; Elísabet Eir Óttarsdóttir, Hrafnagilsskóla; Jakob Ernfelt Jóhannesson, Hrafnagilsskóla.

Til sýnis á vefnum:
Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar verða senn aðgengilegar á vefslóðinni www.ms.is.

F.v. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Björn S. Gunnarsson frá Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins íhugul við myndavalið.




Níundi Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn
Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskólanna - 2008

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti fyrir skömmu úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins, sem haldinn er hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert. Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina, sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, bárust tæplega 900 teikningar frá 54 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt er fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra tilkynnti í menntamálaráðuneytinu þriðjudaginn 7. apríl hvaða tíu teiknarar hlytu verðlaun í samkeppninni að þessu sinni.

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer næst í september.

Vinningshafarnir 2009
Harpa Mjöll Þórsdóttir í Húsaskóla, Ingibjörg Elísa Jónatansdóttir í Öldutúnsskóla, Lára Sif Davíðsdóttir í Sjálandsskóla, Embla Líf Trepte Elsudóttir í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Elmar Blær Arnarson í Hrafnagilsskóla, Kristín María Vilhjálmsdóttir í Fellaskóla, Þórhallur Tryggvason í Ísaksskóla, Sveinbjörg D. Steinþórsdóttir í Fellaskóla, Hafþór Ingólfsson í Nesskóla, og Valgerður Pétursdóttir í Síðuskóla.

Til sýnis á vefnum
Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar verða senn aðgengilegar á vefslóðinni www.ms.is.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um verðlaunin og Alþjóðalegan skólamjólkurdag FAO veitir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í síma 860 2282.

Fréttatilkynning frá Mjólkursamsölunni 15. apríl 2009.

Myndatexti:

F.v. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, Björn S. Gunnarsson frá Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra íhugul við myndavalið.

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn

Holl mjólk og heilbrigðir krakkar

Skólamjólkurdagurinn 24. september 2008
Þann 24. september næstkomandi verður alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í níunda sinn. Í tilefni dagsins býður Mjólkursamsalan öllum grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum og má reikna með að þar verði drukknir 12.000 lítrar af mjólk. Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim en það er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðana sem hvetur til að haldið sé upp á daginn. Á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum "Holl mjólk og heilbrigðir krakkar".


Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Mjólkurneysla barna og unglinga hefur dregist verulega saman víða um heim á síðustu árum, þar á meðal hér á landi. Hart er sótt að mjólkinni og mikið drukkið af alls kyns söfum og gosdrykkjum.


Mjólk er mjög próteinrík og auk þess mikilvæg uppspretta 11 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni. Sérstaða mjólkur felst þó fyrst og fremst í því hve góður kalkgjafi hún er, en kalk er mjög mikilvægt fyrir byggingu beina. Vart er hægt að hugsa sér betri og næringarríkari drykk en mjólk til að gefa börnum sínum og unglingum og full ástæða til að hvetja þau til að auka mjólkurneyslu sína.


Samtímis því að skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur er árlegri teiknisamkeppni hleypt af stokkunum. Öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í samkeppninni. Myndefnið er algjörlega frjálst en æskilegt er að myndefnið tengist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt fólk.

 

Úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins 2007


Úrslit liggja fyrir í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins. Mjólkursamsalan stendur fyrir keppninni en þátttakendur eru nemendur í 4. bekk í grunnskólum landsins. Mikill fjöldi teikninga barst í keppnina en tíu nemendur fengu viðurkenningu fyrir teikningar sínar. Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO.

Með keppninni vill Mjólkursamsalan vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Mjólkurdrykkja hefur aukist í skólum og má það meðal annars rekja til mjólkurkælivéla sem eru í um helmingi íslenskra grunnskóla og njóta mikilla vinsælda meðal barna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra er formaður dómnefndar teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Hún tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun í samkeppninni. Verðlaun er veitt fyrir þær tíu myndir sem þóttu skara fram úr. Hver verðlaunahafanna fékk 25 þúsund krónur, sem renna í bekkjarsjóð vinningshafana.

Vinningshafarnir eru:

Bjarney Björt Björnsdóttir, Fellaskóla á Fljótdalshéraði; Þuríður Nótt Björvinsdóttir, Fellaskóla á Fljótdalshéraði; Álfey Sól Haraldsdóttir, Hvaleyrarskóla; Eyjalín Harpa, Grunnskóla Hornafjarðar; Andrea Thorsteinsson, Flúðaskóla; Camilla Rós Þrastardóttir Grunnskóla Stykkishólms; Hróbjartur Höskuldsson, Hvassaleitisskóla; Kjartan Tryggvason, Hvassaleitisskóla; Arngrímur Guðmundsson, Hlíðaskóla og Anna Jónína Guðmundsdóttir, Grunnskóla Önundarfjarðar.

Vinningsteikningarnar verða notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins 2008 og verða aðgengilegar á vefslóðinni www.skolamjolk.is og www.ms.is.


Nánari upplýsingar veitir Guðríður Halldórsdóttir hjá Mjólkursamsölunni í síma 569 2241.

Myndatexti:

Guðríður Halldórsdóttir vöruþróunarsviði MS, Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.

Verðlaun fyrir skólamjólkurmyndir - 2006

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra er formaður dómnefndar teiknimyndasamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins sem fram fór í fyrra. Hún tilkynnti hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun fyrir bekkinn sinn í teiknimyndasamkeppninni. Alls bárust hátt í eitt þúsund myndir frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins í keppnina um verðlaunasætin tíu. Menntamálaráðherra sagði að erfitt hafi verið að velja milli myndanna „því þær endurspegluðu mikið hugmyndaflug höfunda, skemmtilega litanotkun listrænan metnað,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.Einar Matthíasson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs MS, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Björn S. Gunnarsson frá MS

Verðlaun er veitt fyrir þær tíu myndir sem þóttu skara fram úr. Hver verðlaunahafanna fékk 25 þúsund krónur, sem renna í bekkarsjóð vinningshafana. Vinningshafarnir eru; Kolfinna Hjálmarsdóttir, 4. I.B Engidalsskóla Hafnarfirði, Hulda Ósk Jónsdóttir, 4 bekk Hafralækjarskóla Húsavík, Agnes Diljá Gestsdóttir, 4 bekk Patreksskóla Patreksfirði, Tinna Björk Ingvarsdóttir, 4 SK Árskóla Sauðárkróki, Sveinn Andri Jóhannsson, Grunnskóla Ólafsfjarðar, Nanna Rán Brynjarsdóttir, 4.2 Síðuskóla Akureyri, Birgitta Björgvinsdóttir 4.1 Síðuskóla Akureyri, Sunna Margrét Tryggvadóttir, 4 K.K Austurbæjarskóla Reykjavík, Ester Steindórsdóttir, 4 HK Hraunvallaskóla Hafnarfirði og Alexander Helgason, 4 HRP Hraunvallaskóla
Hafnarfirði. Hér má skoða vinningsmyndirnar.

Teikningarnar voru notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins 2007. Í dómnefndinni sátu auk menntamálaráðherra Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, Einar Matthíasson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs MS og Björn S. Gunnarsson, Guðríður Halldórsdóttir og Sigurður Mikaelsson frá Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins.

Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins vill með keppninni vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks á mikilvægi hlutverks mjólkur í daglegu mataræði barnanna. Mjólkurdrykkja fer vaxandi í skólum og má það meðal annars rekja til mjólkurkælivéla sem eru í um helmingi íslenskra grunnskóla og njóta mikilla vinsælda meðal barna.

Mjólkurneysla skólabarna á Íslandi

Hér á landi hefur mjólkurneysla barna dregist töluvert saman frá því sem áður var og nær meðalneysla í skólanum ekki nema 0,8 dl á barn.  Nýlegar rannsóknir á neysluvenjum og mataræði íslenskra barna á grunnskólaaldri hefur leitt í ljós að hluti barna drekkur minna en einn fjórða úr mjólkurglasi á dag.  Þessi börn ná varla ráðlögðum dagsskammti af kalki því langstærsta hlutfall kalks fáum við einmitt úr mjólk og mjólkurvörum. Ráðlagður dagskammtur kalks fyrir börn á aldrinum 4 - 10 ára eru 800 mg á dag og fyrir börn 11-14 ára 1000 mg á dag. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þurfa börnin að fá þrjú til fjögur mjólkurglös eða sambærilegt magn annarra mjólkurvara á dag.
Mjólk og mjólkurvörur eru þær fæðutegundir sem gefa hvað mest kalk og stuðla því að vexti og þroska beina. Beinin taka mikinn vaxtarkipp á unglingsárunum, um 11 til 14 ára aldurinn hjá stúlkum og 13 til 17 ára hjá drengjum. Á þessum árum er mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem hafa jákvæð áhrif á beinin svo sem að góðri næringu.


 

Úrslit í teiknisamkeppni fjórðu bekkjar!
 
Formaður dómnefndar í teiknisamkeppni grunnskólanna, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni, úrslit í samkeppninni sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðalega skólamjólkurdaginn. Teiknisamkeppnin er opin öllum nemendum í fjórða bekk en Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir keppninni. Alls tóku rétt tæplega 1000 nemendur í 46 skólum þátt í keppninni.  
 
Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Tíu teikningar voru verðlaunaðar og koma verðlaunahafarnir úr skólum víðsvegar um landið. Verðlaun í teiknisamkeppninni eru 20 þúsund krónur sem fara í bekkjarsjóð viðkomandi nemenda og því allur bekkurinn sem fær að njóta.
 
Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. 
Haft hefur verið samband við alla vinningshafa en þeir voru eftirfarandi:
 

Jenný Ólöf Guðbrandsdóttir
4. E.J
Ártúnsskóla
Reykjavík
Austéja Stasinskaite
4 Þ.Ó
Fellaskóla
Reykjavík
Sara Montero
41
Húsaskóla
Reykjavík
María Mínerva Atladóttir
4.B
Vesturbæjarskóli
Reykjavík
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4. PR
Lindaskóla
Kópavogi
Kolbrún Tinna Hauksdóttir
4. Hófsóley
Vatnsendaskóli
Kópavogi
Manúel Breki Geirsson
4 G.G
Hofstaðaskóla
Garðabæ
Vikingur Leon Þórðarson
4 bekkur
Blönduskóla
Blönduósi
Ásgrímur Þór Ásgeirsson
4 bekkur
Brúarásskóla
Egilsstöðum
Íris Ósk Mikaelsdóttir
4 bekkur
Egilsstaðaskóla
Egilsstöðum

 
 
Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna.
 
Myndirnar má sjá hér.