Hvernig


Í tilefni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins er leik- og grunnskólum sem óska eftir að taka þátt í deginum boðið upp á mjólk á Skólamjólkurdaginn og fá allir skólastjórnendur í skólum landsins sendar upplýsingar um hvernig þeir skuli bera sig að ef þeir vilja taka þátt og þiggja mjólk fyrir nemendur sína þann dag.  


Teiknimyndasamkeppni

Í tengslum við Skólamjólkurdaginn er árlega hleypt af stokkunum teiknisamkeppni sem öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í. Myndefnið er frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði. Þessi keppni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, bæði meðal nemenda og kennara og margir skólar leggja mikinn metnað í hana, en að jafnaði berast um 1.300 myndir í hús frá rúmlega 70 skólum. Dómnefnd skipuð menntamálaráðherra og fulltrúum frá Mjólkursamsölunni velur svo 10 bestu myndirnar sem í framhaldinu eru verðlaunaðar með 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð teiknaranna og því til mikils að vinna fyrir krakkana.